Páskabasar Kattavinafélags Íslands sem haldinn var í Kattholti laugardaginn 31. mars tókst einstaklega vel.
Á þriðja hundrað manns komu og keyptu fallegu blómin og vörurnar, sem okkur höfðu verið gefnar og góðu kökurnar sem yndislegar konur bökuðu fyrir Kattholt. Nánast allt seldist upp og þrjár kisur fengu ný heimili.
Kattavinafélagið og Kattholt þakka af alhug öllum þeim fjölmörgu sem komu á basarinn og hjartanlegar þakkir eru færðar til alra þeirra sem styrktu okkur með kökum og munum.
Gleðilega páskahátíð!