Kattavinir komu með Óla í Kattholt fyrir tæpum tveimur vikum en hann fannst vannærður og slasaður á fæti. Síðan þá hefur hann fengið góða meðhöndlun hjá dýralæknum og verið hjúkrað í Kattholti. Í byrjun vikunnar fór hann í aðgerð þar sem slasaði afturfóturinn var tekinn. Í röntgen kom í ljós að fóturinn var illa brotinn og var ákveðið að fjarlægja hann svo Óli gæti átt gott líf framundan.
Sjúkrasjóðurinn Nótt styrkir aðgerðina á Óla en sjóðurinn er ætlaður slösuðum og veikum óskilaköttum. Hægt er að styrkja sjóðinn og hjálpa þannig fleiri kisum. Nánari upplýsingar eru um sjóðinn á kattholt.is.
Óli er á góðum batavegi en þarf að taka því rólega á næstunni. Hann virðist fljótur að aðlagast þessum miklum breytingum. Hann er mjög duglegur og hefur heillað alla sem hitta hann