Veðrið síðustu daga hefur verið mörgum kisum erfitt. Týndar- og vergangskisur leita inn í hús eftir hlýju og mat. Hætta er á að einhverjar lokist inn í þvottahúsum, geymslum og skúrum og mikilvægt er að vera vakandi fyrir því. Óskilakisur eru velkomnar í Kattholt þar sem kannað er með örmerki, þær fá læknisaðstoð og leitað að eigendum þeirra. Ef um heimilislausar kisur er að ræða þá eignast þær ný og góð heimili frá Kattholti.