Heimasíða Kattholts, átti þátt í að Dada komst heim eftir 6 mánaða útiveru.

20 jan, 2009

Kæra starfsfólk Kattholts.


 


Kisan mín, Dada er fundin.  Glögg fjölskylda í Engjaseli þekkti hana á mynd af vefnum ykkar !! 


 


Hún var búin að vera á flakki í 6 mánuði og fór frá miðbæ Reykjavíkur upp í efra Breiðholt. 


 


Alveg æðislegt ! Takk fyrir okkur : )


 


Það er þá hægt að fjarlægja hana af vefnum.


kær kveðja


Elín Anna Þórisdóttir


 


 


Skýrsla kisunnar á heimasíðunni.


Lindargata – Týnd
Dada hefur verið týnd síðan í ágúst.  Svört og hvít frekar lítil og stygg læða með rauða ól.  Eyrnamerkt 1346. Geld.  Ég fór erlendis um tíma og setti hana í pössun á Lindargötuna í  Reykavík.  Hún fór þaðan og gæti verið að leita að heimahögunum sem eru á Fálkagötu í vesturbænum.
Ef þú hefur séð hana vinsamlegast hafðu samband.


 


Kattholt er alltaf til staðar.


Til hamingju Dada og fjölskylda.


Kveðja Sigga og allir hinir.