Hefðarkisurnar Emil og Loppa litla

11 jún, 2007
 
Sæl Sigríður. Mig langaði til að senda þér myndir af kisunum mínum, Emil sem ég fékk hjá þér sennilega árið 2000 og svo hún Loppa litla sem ég fékk í vor.


Þetta eru alveg yndislegar kisur báðar tvær. Emil er algjör snillingur og hálfgerður hefðarköttur.


Loppa litla hefur stækkað mikið síðan ég náði í hana í lok apríl. Hún er svo skemmtileg og ljúf og vill hafa einhvern nálægt sér.


Bestu kveðjur Kristín E Möller Borgarfirðinum