Gústi er á batavegi. Hann fer á nýtt heimili.

1 mar, 2008

Eftir að vinnu lauk í  gær heimsótti ég Gústa á dýraspítalann  og tók þessa fallegu mynd af honum.

 

Litla skinnið er á batavegi eftir mikið höfuðhögg.

 

Þær gleðifréttir bárust að eigandi hans er fundinn.

 

Hann hafði komist út um glugga á heimili sínu og trúleg orðið fyrir bíl.

 

Mynd af honum sást inn  á heimasíðu Kattholts.

 

Starfsfólk dýraspítalans er að vonum ánægt hvað vel hefur tekist að koma honum til heilsu á ný.

 

Hann verður samt ekki útskrifaður strax.

 

Ekki má gleyma  fjölskyldunni sem bjargaði Gústa sem lá slasaður úti blautur og kaldur og gat sig ekki hreyft.

 

Ég vil fyrir hönd Kattavinafélags Íslands þakka þeim alla elsku sem þau sýndu slösuðu dýri.

 

Kær kveðja.

 

Sigríður Heiðberg formaður.