Gullmoli leitar að góðu fólki sem vill taka hann að sér.

23 ágú, 2007

2. ágúst fannst ég slasaður við Efstasund í Reykjavík og fluttur á Dýraspítalann í Víðidal.

 

 

Í ljós kom að ég var bæði mjaðmagrindarbrotinn og lærbrotinn.

 

 

Ég fór í aðgerð á lærlegg og tókst aðgerðin með ágætum. Starfsfólkið á spítalanum segir að sé sé voðalega góður 5 mánaða gamall högni.

 

 

Sigga segir að sé sé búin að reyna mart á stuttri æfi, og eigi skilið að fá gott heimili. Það er búið að gelda mig, örmerkja, og bólusetja.

 

 

Ef að þú ferð inn á Kattholt.is þá er mynd af mér þar.

 

Bless Gullmoli.

 

 

Sigríður Heiðberg formaður.