Sæl og blessuð Sigríður og samstarfsfólk í Kattholti.


Því miður var enginn við þegar að ég kom og hin fimm fræknu til þess að kveðja og þakka ykkur fyrir þá góðvild og umhyggju sem þið sýnduð þeim.(fundust við Hringrás, móðir dáin í bílhræinu).


Við vildum hins vegar þakka fyrir og láta vita að þau hafa öll fengið góð heimili. Oft þegar að kettlingar missa móður sína svona ungir þá er mikil hætta á að þeir lifi það ekki af, þessi fimm hörkutól voru hinsvega ekkert á því að gefast upp og náðu sér öll vel á strik og eru orðin mjög dugleg og leika sér mjög mikið.


Þar sem að þeir þekkja nánast enga móður nema mig þá eru þeir mjög hændir að fólki og eru svakalega kelnir.


Þúsund þakkir fyrir það frábæra starf sem þið vinnið í Kattholti og meðfylgjandi er mynd af hinum fimm fræknu…
 
Kveðja
Elfa Björk


Kveðja frá Kattavinafélagi Íslands


Kattavinafélag Íslands þakkar enn og aftur Elfu Björk fyrir að taka að sér kettlingana sem fundust við hlið móður sinna sem var dáin í bílhræi við Hringrás í Reykjavík. Gott er að vita af svo mikilli elsku og virðingu til skjólstæðinga okkar að bjarga móðurlausum kettlingum og koma þeim á legg og útvega þeim góð heimili.. Guð launi þér


F.h. Kattavinafélags Íslands


Sigríður Heiðberg Formaður.