Laugardaginn 23. mars n.k. heldur Kattavinafélag Íslands sinn árlega páskabasar í Kattholti. Í tilefni þess gáfu grallararnir félaginu 100 bækur og rennur andvirði sölunnar óskert til Kattholts.
Þetta er í þriðja sinn sem grallararnir færa félaginu bókagjöf og vonumst við til að bækurnar rati á fjölmörg heimili kisuvina sem fyrr.
Á myndinni hér til hliðar afhendir Selma Hrönn Maríudóttir, höfundur grallaranna, Halldóru Björk Ragnarsdóttur, rekstrarstjóra Kattholts, hluta bókanna.
Á myndinni hér að neðan tekur Dabbi stöðuna og sendir góða strauma með bókagjöfinni.