Gleðilegt sumar

22 apr, 2012


Kattavinafélag Íslands óskar öllum velunnurum félagsins og kattavinum gleðilegs sumars og við vonum að þið njótið þess til hins ítrasta eftir erfiðan vetur.


Nú fer líka sá tími í hönd að við þurfum að láta bólusetja og ormahreinsa kisurnar okkar, og endilega munið eftir geldingum og ófrjósemisaðgerðum. Það er svo sorglegt að sjá allar heimilislausu kisurnar.


Gleðilegt sumar og þakkir til ykkar allra sem hafið stutt við starfsemi Kattholts.