Kæru vinir . 

 

 

 

Nú gengur jólahátíð í garð og brátt er árið liðið. Þá er gott að staldra við og líta til baka.

 

 

Hvernig var árið í Kattholti?

 

 

Það var oft erfitt en á milli komu sólargeislar sem gefa þrek og þor til að halda starfinu áfram fyrir dýrin okkar.

 

 

 

Ég er nokkuð ánægð með starfsemina í Kattholti.

 

Margar kisur hafa komist heim til sín og aðrar fengið ný og góð heimili. 

 

 

Alltaf fyllist ég þó trega þegar ég lít yfir hópinn sem hér dvelur og el þá von í brjósti að fólk fari að sýna dýrunum sínu meiri kærleika og að þau megi lifa við öryggi heima við. 

 

 

 

Ég vil þakka þeim fjölmörgu dýravinum sem lagt hafa leið sína í Kattholt með gjafir; ýsu, harðfisk, rækjur, peningagjafir og konfekt fyrir starfsfólkið og sýnt með því elsku til dýranna og starfseminnar. 

 

 

 

Megi hátíðin sem nú fer í hönd færa mönnun og dýrum frið.

 

 

 

Kær kveðja.

 

Sigríður Heiðberg, formaður.