Gleðifréttir

16 jan, 2015

Við erum ekki óvön gleðifréttum í Kattholti. Vikulega fara
kisur aftur heim til sín og aðrar eignast ný heimili.

Þessi vika var
sérstaklega ánægjuleg hjá tveimur kattaeigendum þegar löngu týndir kettir
þeirra komust aftur í hendur þeirra með viðkomu í Kattholti. Örmerking átti
stóran þátt í koma þeim auðveldlega og skjótt til síns heima.

Auk þess komst
köttur heim eftir að kattavinir sáu hann auglýstan týndan á heimasíðu
Kattholts. Sá var búinn að vera týndur frá því í sumar.

Til hamingju kisur og
eigendur!