Gleðifrétt úr Kattholti.

10 jún, 2008

Systurnar Aldís Ósk og Dagmar Erla og fjölskylda tóku að sér 2 mánaða gamla læðu í Kattholti.

 

 

Búið er að hreinsa kisuna og örmerkja.

 

 

Svanhvít starfsstúlka í Kattholti var fósturmóðir læðu og þriggja kettlinga hennar.

 

 

Henni eru færðar þakkir frá öllum dýravinum.

 

 

Til hamingju.

 

Kær kveðja Sigga.