Elskuleg fjölskylda sem býr við Njörvasundi í Reykjavík kom í Kattholt 13. september með gamlan  högna sem þau höfðu fundið.


 


Við skoðun á dýrinu kom í ljós að hann er 15 ára gamall eða eldri, merktur í eyra óljóst.


Hann er hrörlegur og þreyttur og vill hvíla sig í fanginu á mér.


 


Er það von mín að eigendur hans finnist og hann komist heim strax í dag.


 


Gamlar kisur höfða alltaf mikið til mín .


Þær þurfa svo mikið á okkur að halda þegar degi hallar.


 


Ég vil þakka öllum þeim sem sýna dýrunum okkar kærleika.


 


Kær kveðja.


Sigríður Heiðberg.