Fullbókað á hótelinu til 24. júní

8 Jun, 2016

Kattaeigendur athugið. Fullbókað er á Hótel Kattholt til 24. júní. Við eigum örfá pláss 24.-30. júní. Minnum á að nú er tíminn til að panta hótelgistingu fyrir kisu í júlí mánuði og um verslunarmannahelgi. Í fyrra var fullt á þessum tíma og urðu nokkrir frá að hverfa. Kisa verður að vera fullbólusett, ormahreinsuð og fresskettir geltir.