Dagatöl, jólakort og merkimiðar

22 nóv, 2011

Nú höfum við í Kattholti fengið sendingu af fallegum dagatölum fyrir árið 2012, jólakort og merkimiða.


Allar vörurnar prýða kisur sem hafa átt heima í Kattholti. Dagatölin eru einstaklega falleg jólagjöf fyrir kattavini og hvað er skemmtilegra fyrir þá sem elska kisur en að fá jólakort með kisumynd eða merkimiða á jólapakkann með sætri kisu?


Endilega komið til okkar í Kattholt, nú fer að koma tími til að hita kakó, kveikja á kertum og skrifa jólakortin.