Sæl Sigríður ofl.
Vildi bara láta vita að hér er allt í fullu fjöri. Það hefur gengið á ýmsu síðan á sunnudag þegar við sóttum kettlingana.
Tveir þeir stærstu gubbuðu mikið, fengu niðurgang og léttust mjög hratt (við vigtum þá daglega) en það virðist búið.
Núna eru allir búnir að læra að lepja, 3 borða bleyttan þurrmat en tveir lepja þurrmjólkurblöndu úr skál.
Í dag er fyrsti dagurinn þar sem allir borða vel og virðast sælir og glaðir, hoppandi og skoppandi út um allt.
Vonandi erum við núna á réttri leið J. Næsta skref er að kynna gömlu kettina fyrir ungviðnum, það ætti að verða fjör J
Sendi tvær myndir af þeim og eina af Garpi sem fannst svo illa farinn í haust í Krummahólum. Hann hefur braggast vel. Hann er okkar kisa í dag.
Kær kveðja, Lena