Við leitum að ábyrgðarfullum einstaklingi og kattavini sem býr við rólegheit og er mikið heima við. Það er kostur en ekki skilyrði að önnur dýr séu ekki á heimilinu. Séu hins vegar dýr á heimilinu þarf litla fjölskyldan að fá til umráða sérherbergi.
Læðan og kettlingarnir þurfa fósturheimili fyrir næstu tvo mánuði. Það fylgir allt með þeim (matur, sandur o.fl.) Viðkomandi fengi að halda eftir kettlingi eða læðunni ef áhugi er fyrir hendi, endurgjaldslaust. Vinsamlega hafið samband með því að senda tölvupóst á [email protected] eða hringja í síma 567-2909.