Fóstbræður leita að nýju heimili

3 Oct, 2007

Ralph Talkovsky (norskur skógarköttur) og Tási Talkovsky leita að nýju heimili. 


Þeir eru tveggja ára gamlir og voru áður í eigu hins virta sellóleikara Richards Talkovskys sem lést af völdum krabbameins s.l. ágúst.


Kettirnir voru hans fjölskylda hér, svo að þeir hlutu mjög gott atlæti. Þeir eru skemmtilegir, gæfir og afar kelnir. Þeir fóstbræður eru mjög samrýmdir .


Þeir eru geltir og hafa verið innikettir. 


Frekari upplýsingar veitir Kattholt í síma 567-2909.