Fjölskylda Emmu sendir kveðju og þakklæti í Kattholt.

15 apr, 2009

Ég vildi bara láta ykkur vita að Emma Kristín er fundin. 


Hún hefur undanfarnar 3 vikur haldið til hjá yndislegu fólki sem hugsaði ákaflega vel um hana og við viljum þakka þeim ofboðslega vel fyrir að hugsa um hana Emmu okkar. 


Þau sáu svo auglýsinguna á síðunni ykkar og þannig komst hún heim til sín.

Kærar þakkir fyrir frábært starf í Kattholti og einnig til ykkar sem funduð Emmu og hugsuðuð um hana fyrir okkur.

Bestu kveðjur
Jóna Margrét


 


Hafið þið séð Emmu ??
Emma Kristín er innikisa en komst út á miðvikudagskvöldið , 25. mars og hefur ekki komið heim síðan, hún á heima í Fannafold 227. 


Hún er gulbröndótt læða, örmerkt 208224000235436.  Sárt saknað . Ef einhver getur gefið upplýsingar um hana þá vinsamlega hafið samband í síma 586-1177+  696-1177 eða 862-2727 Jóna.