Felex og fjölskylda sendir kveðju í Kattholt

26 apr, 2010







 
 
Kæru Kattholtskonur.

Ég stenst ekki mátið að senda ykkur myndir af honum Felix og monta mig af kisustráknum okkar.


Ég kalla þær Fyrr og Nú. Sú fyrri er tekin þegar hann var nýkomin til okkar í ágúst síðastliðnum.

 Hin er tekin ca 6 mánuðum seinna. Munurinn á einu dýri er ekki lítill!


Oft hugsa ég um það hver gat verið svona illa þenkjandi og vond sál að yfirgefa hann?


Hvað hefði orðið um hann ef ekkert væri Kattholtið? Ég bara spyr. Allt var gert hjá ykkur til að koma honum til heilsu.


En sem betur fer skaðaðist hann ekki af þessum þrengingum, því hann er með eindæmum blíður og mannelskur. Eiginlega blíðasti köttur sem við höfum kynnst.


Bara enn og aftur hjartans þakkir fyrir Felix.

Með baráttukveðjum í Kattholt,
Eygló G.