Þessi auglýsing virkaði vel á vefnum ykkar í Kattholti.
Það var hringt í mig snemma í morgun, maður sem kom heim til sín eftir 10 daga fjarveru og fann kisann minn.
Maðurinn fann okkur svo í gegnum Kattholt síðuna .
Hann Albus er mjög máttfarinn en er kominn á gjörgæslu hjá dýralæknunum í Garðabæ.
Nú vonum við bara það besta og trúum því að hann verði í lagi.
Kærar þakkir fyrir að halda þessu góða starfi úti .
Bestu kveðjur
Ragnhildur Jónsdóttir