Kæru allir í Kattholti.
Hér kemur smá kveðja frá honum Felix okkar. Hann unir sér vel hjá okkur, þrátt fyrir fremur óblíðar móttökur hjá læðunni henni Monzu, en það fer allt batnandi og vonandi enda þau sem vinir.
Skemmst er frá því að segja að allir elska Felix, hann er einstaklega blíður og góður kisi og vill helst vera innan um fólk og ekki verra þegar einhver nennir að leika við mann!
Við viljum senda hjartans þakkir til ykkar fyrir hann Felix og fólkinu sem bjargaði honum til ykkar sömuleiðis. Hann á líf sitt ykkur að launa eins og svo ótal margar aðrar kisur sem þið komið til hjálpar.
Það segir kannski allt sem segja þarf um þessa elsku, það sem sonur vinkonu minnar sagði um hann eftir að hafa kjassað hann og knúsað góða stund: Svona eiga kettir að vera!
PS Feldurinn hans er allur að koma til og eins hefur hann stækkað töluvert, enda matarlistin með ólíkindum.
Kærar kveðjur í Kattholt,
f.h. Felixar og fjölskyldu,
Eygló G.
Með kveðju,
Eygló G.
Til hamingju kæri vinur.
Sigga og starfsfólkið í Kattholti.