6. október komu 3 kettlingar í Kattholt sem fundust inni í bílskúr í Kópavogi.
Ég kalla kettlingana sem koma hér, farfuglana.
Dag eftir dag koma 4 mánaða kettlingar í Kattholt, sem segir mér að þeir hafa fæðst í vor.
Ég veit að margar fjölskyldur fengu sér litla kettlinga í vor, ég fullyrði að margir af þeim eru í Kattholti í dag.
Það er alltaf svo sárt til þess að vita hvað dýrin okkar búa við lítið öryggi.
Mér finnst ég alltaf vera að kvarta við ykkur kæru dýravinir, ég vil samt láta ykkur vita að þið gefið mér alltaf kraft og þor, þegar ég fæ línu frá ykkur. Takk fyrir hlýjar óskir.
Kveðja. Sigríður Heiðberg formaður.