![](https://kattholt.tonaflod.is/FileLib/Myndir/frettir/2005-04-thingvellir.jpg)
Vinnuhópur á Þingvöllum tók eftir þessum fallega högna sem var búinn að búa um sig undir Valhöll á Þingvöllum. Starfsmaður frá Kattholti fór austur og náði í hann. Hann reyndist vera geltur og er einstaklega blíður og góður. Hann var mjög svangur við komuna í Kattholt.