Bænin mín.
Ég lifi varla lengur en 15 ár. Mér líður illa án þín.
Hugleiddu það áður en þú tekur mig að þér.
Gefðu mér tíma og svigrúm til að skilja til hvers þú ætlast af mér.
Hrós þitt og umbun er sem sólargeisli,
refsing, þungur dómur.
Reiðstu ekki sakleysi mínu, ég vil þér vel.
Þú átt þína atvinnu, þínar ánægjustundir og þína vini
ég á aðeins þig.
Talaðu við mig
enda þótt ég skilji ekki mál þitt
þá skil ég tón raddar þinnar.
Augu mín og látbragð eru mín orð.
Berðu virðingu fyrir þörfum mínum og ég mun virða þig og verða sá besti vinur sem þú getur átt.
Annastu mig þegar ég verð gamall
því án þín er ég hjálparvana.
Deildu með mér gleði þinni og sorg
og ég mun gleðjast með þér
og þerra tár þín.