Er kisan í Þverholtinu týnd.

30 okt, 2007


Komdu sæl Sigríður og þið öll í Kattholti.


Mig langar að senda ykkur myndir af kisu sem virðist vera á vergangi í Þverholtinu í Reykjavík.


Hún er ósköp falleg og ljúf, en virðist hálf umkomulaus og alltaf sársvöng ef maður gaukar að henni mat.


Hún heldur stundum til í forstofu á gömlu verksmiðjuhúsi, (reyndar búið í því að hluta).


Ég gæti trúað að hún hefði byrjað að sjást hér í júlí /ágúst í sumar og mér finnst ómögulegt að vita af henni svona í vetur.


Endilega ef einhver þarna úti kannast við hana, þá má sá hinn sami hafa samband við mig.


Með bestu kveðjum,


Eygló, sími 692-3636


 


Ps. sá reyndar að það er saknað kisu í  júlí í sumar, sem er ekki ólík þessari.