Er ekki komið nóg af níðingsskap gagnvart blessuðum dýrunum?

23 okt, 2010


Þegar starfsfólk kom í vinnu um morguninn þá biðu þessir 2 vesalingar í búri sínu úti í miklum kulda, þeir voru skjálfandi bæði af hræðslu og kulda.


Hvað á ég oft að vera að brýna fyrir fólki að vera ekki að fá sér kisur ef þau geta ekki tekið ábyrgð á þeim. Ef svo ber undir að fólk geti ekki haft kisurnar lengur á heimilinu á það að sýna ábyrgð með því að reyna að finna þeim gott heimili eða þá að leyfa þeim frekar að sofna heldur en að henda þeim út á Guð og gaddinn.


Finnst fólki ekki vera komið nóg af svona níðingsskap gagnvart blessuðum dýrunum? Er ekki komin tími til að fólk fari að hugsa svolítið um hvað það sjálft mundi gera ef þeim yrði hent út í kulda og ég tala nú ekki um frost og eiga kannski ekki neinn stað til að fara á.


Reynum nú að fara að taka okkur á og sýna dýrunum virðingu því að þau hafa jafn mikla tilfinningu og við mennirnir, því megum við ekki gleyma.


Kveðja Elín