Enn óvissa um Kattholt
Enn er óvíst hvort sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu koma Kattholti til hjálpar í fjárhagserfiðleikum þess sem einkum eru tilkomnir vegna hækkandi fóðurverðs og hárra fasteignagjalda.
Að sögn Sigríðar Heiðberg, forstöðumanns Kattholts, er reksturinn erfiður og slæmt til þess að hugsa ef ganga þurfi á eignir heimilisins.
Kattholt tekur við flækingsköttum af öllu höfuðborgarsvæðinu og víðar og eru að jafnaði um eitt hundrað kettir hýstir á heimilinu.
Aðeins þrjú af sveitarfélögunum á svæðinu greiða hins vegar fyrir dýrin í sjö daga, Reykjavík, Mosfellsbær og Seltjarnarnes en að sögn Sigríðar eru þau í flestum tilfellum mun lengur í Kattholti.
Mbl.is.