Sæl Sigríður


 


Mig langar að lýsa fyrir þér ketti sem var keyrt á við Straumsvík síðasta laugardag.


Einhver s.s. keyrði á kisa, og þegar við komum að í bílaröðinni, rétt náði maðurinn minn að keyra framhjá kisa þar sem hann lá á miðjum vegi, og allir keyrðu framhjá, þrátt fyrir að hann lyfti hausnum og væri greinilega lifandi. 


 


Við snerum við og ég tók ræfilinn af götunni… því miður höfðu lungun greinilega skaddast og hann dó þarna í höndunum á mér greyið, en þó allavega ekki á götunni. Lögreglan í Hafnarfirði hirti síðan hræið, og ég veit svo sem ekki hvort þetta var villiköttur.


 


Hann var allavega ómerktur, hvítur, með tvo stóra svarta bletti í hnakkanum og síðan var skottið svart(pínu vottur af bröndum) með löngum hvítum hárum sem stóðu s.s. út úr þessum styttri svörtu.  Sennilega einhver blanda af loðnum ketti. 


 


Ég athugaði því miður ekki hvort þetta var högni eða læða, fattaði það eiginlega ekki fyrr en eftir á, enda ekki alveg með hugann við það. 


 


Allavega vildi ég láta þig vita, ef einhver kannaðist við þessa lýsingu.


 


Kær kveðja


Elísabet.


 


Kæra Elísabet. Ég vil þakka þér fyrir umhyggju þína gagnvart dýrinu.


 


Dagurinn í dag byrjar ekki vel hjá mér, ég verð alltaf svo hrygg þegar ég fá svona fréttir.


 


Kveðja Sigga.