Komið þið öll sæl í Kattholti,Sigríður og allt annað starfsfólk,Bjartur yfirköttur og auðvitað Mússa.

 

 

 

Okkur Kela,Bjarti og Simba litla langaði svo að láta ykkur vita svona af okkur,við höfum það alveg ofsalega gott,mamma segir að við séum dekurdýr,en við erum líka svo góðir strákar

 

 

 

Núna erum við búnir að fá nýja vini heima, það eru Dísarpáfagaukahjón sem heita Emil og Dísa (Emil í Kattholti hí hí hí) og við erum öll ofsalega góðir vinir og við pössum alveg upp á þau eða þannig.

 

 

 

Bjartur fór meira að segja einu sinni í heimsókn inn til þeirra í búrið,svona bara til að heilsa upp á þau,Dísa sat bara á prikinu sínu og Bjartur var ekkert að hrekkja eða neitt.

 

 

 

Emil var inni í varpkassanum sínum,hann lá á eggjum,og Bjartur svona rétt kíkti inn um opið ,bara svona að athuga hvort það væri ekki allt í lagi og svoleiðis,en haldið þið ekki að hann Emil hafi ekki bara nartað í nebbann á honum! Ekkert fast,en Bjartur ætlar sko ekki að heimsækja hann aftur inn í búr,fannst þetta bara dónaskapur af Emil að taka svona á móti gestum!

 

 

 

Mamma tók auðvitað mynd af honum þegar hann var inni í búrinu svo við sendum þér myndina og nokkrar aðrar.

 

 

 

Jæja ,þá er ekki meiri fréttir í þetta sinn,við skrifum bara meira seinna,bestu kveðjur til allra og mamma biður líka að heilsa.

 

 

 

 

 

Keli,Bjartur og Simbi litli(hann er ekkert lítill,en hann er samt mest kallaður stubbur Ps: Við vonum að allar kisurnar í Kattholti fái góð heimili mjög fljótlega,við biðjum fyrir þeim öllum.

 

 

Kveðja Ásta Erna.