Elva Björk sýnir kærleika

18 maí, 2006

5 nokkra vikna kettlingar fundust í bílhræi  í Holtagörðum í Reykjavík. (Hringrás) Móðirin var dáin í bílhræinu.


Komu í Kattholt 18. maí.


Elva Björk fór inn á heimasíðu Kattholts og las um litlu móðurlausu kettlingana.


Hún bauð fram aðstoð sína og vildi hjálpa þeim svo þeir mættu lifa..


Myndin sýnir Elvu fósturmóðir með litlu kisubörnin í fanginu.


Við hjá athvarfinu þökkum Elvu fyrir þann kærleika sem hún sýnir dýrunum.