Einhver hlýtur að eiga þennan fallega kött

4 júl, 2012


Gulur og hvítur fressköttur, ómerktur, er greinilega týndur í Mýrarskógi við Laugarvatn. Hann hefur verið að sniglast í kringum sumarbústaðina þar að minnsta kosti frá 22. júní.


Fólk hefur verið að gefa honum að borða, en hann virðist vera týndur heimilisköttur. Hann malaði hátt, vildi vera í fanginu á fólki og var hinn ljúfasti. Þrátt fyrir eftirgrennslan í nágrenninu, tókst ekki að finna eiganda.


En einhver hlýtur að eiga þennan fallega kött!