Eiga skilið annað tækifæri

27 mar, 2014

Kettlingar
eru sætir en þeir vaxa fljótt úr grasi…


Það eru
margir góðir kostir við að fá sér eldri kött. Fullorðnir kettir tengjast nýjum
eigendum sterkum böndum og launa þeim margfalt til baka. Þegar fenginn er
fullorðinn köttur getur þú kynnst geðslagi hans og valið þér kött sem hentar
þínum lífstíl. Sumar Kattholtskisur hafa verið á vergangi og/eða yfirgefnar.
Þetta eru ljúfir, kelnir og skapgóðir kettir. Þeir elska að leika og finnst
ekkert betra en að kúra hjá fólki. Kisurnar eiga svo sannarlega skilið annað
tækifæri.

Ef þú hefur
áhuga á að taka að þér kött þá skaltu hugsa vel málið áður en þú velur þér
strax kettling. Áhugasamir framtíðareigendur eru velkomnir í Kattholt alla
virka daga milli kl. 14- 16.

 

 Á myndinni eru Dóri Stóri og Pétur. Þeir eru vinir og mjög samrýmdir.