Kettlingur er ekki hentug jólagjöf til að gefa öðrum. Oft er það skyndiákvörðun að kettlingur er valinn sem jólagjöf. Það kemur oft þiggjanda á óvart að fá dýr og kemur í ljós að hann hafi ekki viljað dýr, sé ekki tilbúinn að annast það eða vill velja sinn eiginn kettling sjálfur. Mörgum kettlingum er reynt að “skila” eftir áramót.

Það er mikið annríki hjá fólki um jól og áramót og því er þetta oftast ekki heppilegur tími, nema það sé hreinlega búið að ákveða að taka að sér kött og er tilbúið að skuldbinda sig. Að fá sér kött er stór ákvörðun og þarf að hugsa til enda.

Það er mun sniðugra að koma í Kattholt og fá gjafabréf til þess að gefa. Þá getur viðkomandi heimsótt Kattholt eftir áramót og valið sér kött. Það er oft sagt að kötturinn velji sér eiganda og því er sú leið mun betri.