Ég villtist að heiman um miðjan júlí. Ég bankaði upp á í húsi í Birkihvammi í Kópavogi, svöng, skítug og þreytt. Í húsinu fékk ég gott atlæti í nokkra daga meðan húsráðendur reyndu að finna eigendur mína.
Það gekk ekki og því er ég komin í Kattholt. Þeir sem hýstu mig geta ekki haft kisu en segja að ég sé fyrirmyndarheimiliskisa, falleg, góð, skemmtileg, kelin og þrifin (kassavön).