Dúlla 2 ára – Inniköttur

14 apr, 2025

Dúlla er yndisleg lítil 2 ára læða sem óskar eftir mjög rólegu framtíðarheimili. Hun er ekki vön ungum börnum. Hún gæti hentað sem inniköttur en þyrfti góðan tíma til að venjast nýjum aðstæðum. Henni semur ágætlega við aðra ketti.

Áhugasamir bókið skoðunartíma til þess að heimsækja og skoða Dúllu. Skoðunartímar eru ca 20 mínútna tímar alla virka daga frá kl. 13:00-14:20. Hægt er að bóka skoðunartíma með tölvupósti kattholt@kattholt.is eða símleiðis á símatímum alla virka daga milli kl. 9-12 í síma 567-2909.