Stjórn Kattavinafélags Íslands harmar fréttir af drápi dýraeftirlitsmanns Fljótsdalshérað á kettlingi í eigu fjölskyldu á Egilsstöðum. Ljóst er að dýraeftirlitsmaðurinn braut reglugerð og samþykktir sveitarfélagsins um kattahald, auk þess að brjóta reglugerð um lög við dýravelferð.
Kattavinafélagið átelur harðlega vinnubrögð dýraeftirlitsmannsins og hvetur sveitastjórn Fljótsdalshéraðs til að bregðast við af fullri ábyrgð vegna þessa verknaðar og öðrum sambærilegum, sem átt hafa sér stað í sveitarfélaginu.
Félagið bendir á 15. gr reglugerðar um velferð gæludýra:
„Dýralæknum er einum heimilt að aflífa gæludýr, nema í neyðartilfellum þegar fullreynt er að ekki næst í dýralækni og ætla má að sjúkdómur dýrs eða meiðsl valdi dýrinu óbærilegum kvölum eða séu banvæn“.