Ég var að flytja suður til Keflavíkur frá Akureyri og Köttturinn minn hann Dexter kom með flugi frá AK – RVK í gær um kl 17.00
Systir mín sótti hann á flugvöllinn í búri en opnaði það svo fyrir hann. Hún stoppaði svo á Shell sjoppu á Miklubrautinni og fattaði ekki að glugginn hennar var galopinn og Dexter slapp út og hljóp yfir brautina í átt að skóginum hinum megin við götuna. Hann er eflaust hræddur enda ekki vanur að vera úti og hvað þá í svona stórri borg.
Hann er um 16 mánaða gamall, geldur, alveg hvítur á lit,grannur og frekar langar lappir og skott, tignarlegur en var ekki með ól en er með bláa eyrnamerkingu sem er 9E73
Hann er vanur að vera innikisi og er ofsalega blíður og rólegur og barngóður og hans er mjög sárt saknað af okkur.
Þetta er frekar langsótt kannski en sakar ekki að prufa hérna.
Við búum í Keflavík og ef einhver gæti hafa tekið hann inn til sín eða eitthvað þá endilega láta mig vita í síma 865-1240 eða lindabjork880@gmail.com eða senda mér skilaboð.