Við biðjumst velvirðingar á því að í dagatalinu okkar fyrir 2019 eru tveir merkisdagar ekki á réttum dagssetningum.
Undirbúningsvinna fyrir dagatalið byrjaði snemma eða í byrjun október síðastl. og þá sagði á dagarnir.is (búið er að leiðrétta þetta núna á síðunni þeirra) að Bóndadag bæri upp á 18. janúar í ár og Konudag uppá 17. febrúar. Hið rétta er að Bóndadagur er í ár 25. janúar og Konudagur 24. febrúar.
Okkur þykir þetta mjög leitt og vonum að þetta komi ekki að sök.