Fréttin sem birtist í Mannlífi fyrir helgi var villandi. Kattavinafélag Íslands vekur athygli á að kattaeigendur þurfa ekki að hræðast að kettir þeirri geti smitast af Covid-19 eða borið smit og þurfa því alls EKKI að grípa til þess að láta þá frá sér. Eins og ávallt þá eru kattaeigendur velkomnir að hafa samband við Kattholt ef þeir eru í vandræðum og vantar ný heimili fyrir kettina sína.

Á tíma samkomubanns getur samneyti við kettina okkar dregið úr einmanaleika og depurð. Hvetjum ykkur til að huga vel að öllum fjölskyldumeðlimum, köttum og mönnum.