Nú er svo komið að vegna flutnings þá þurfa eigendur Brands
að finna nýtt og gott heimili fyrir hann. Sá sem fær Brand verður heppinn því
hann skartar einstökum persónutöfrum.
Frá eiganda Brands:
Brandur er auðvitað kassavanur en hefur
verið inniköttur til þess tíma er við komum úr vinnu, fer þá út ef honum sýnist
svo og kemur ávallt inn áður en nótt gengur í garð.
Brandur er alveg sérstakur persónuleiki sem hefur gaman að
leik og glensi, er gæfur og hændur að fólki, hefur góða matarlist og borðar
ólíklegustu hluti, grænmeti og ávexti svo dæmi sé tekið.
Brandur er nýlega orðinn 5 ára 1. maí s.l. Frá því að Brandur kom til okkar þá hefur
hver dagur verið tilhlökkun á hverjum degi. Það sem hann hefur tekið uppá og gert hafa verið magnaðar stundir. Vinsamlegast hafið samband við Kattholt í síma 567-2909 ef þið hafið áhuga á að taka Brand að ykkur.