Skýrslan um kisuna segir:  Bröndótt og hvít loðin læða kom í Kattholt 9. júní 2007.  Ómerkt.


Hún eignaðist 4 kettlinga eftir að hún kom í athvarfið en þeir dóu í fæðingu,  hún fóstraði  þess í stað munaðarlausa kettlinga í Kattholti.


Kisan hefur trúlega liðið skort á meðgöngunni.


Skapferli hennar er einstakt, ljúf og góð og  tekur erfileikum sínum af stillingu.


Við leitum að góðu heimili fyrir Bröndu.


Hún verður tekin úr sambandi og örmerkt.


Við vonum að sólin fari að skína á hana og allar hinar.


Kær kveðja.


Sigríður Heiðberg ( Sigga )