Sæl Sigríður.
Þetta er hún Bella litla að fylgjast með mér í tölvunni.
Það er uppáhaldsstaður að liggja ofan á útvarpinu og fylgjast með.
Hún er að verða algert kelidýr og elskar að láta klappa sér og klóra.
Eltir okkur á klósettið á morgnana og situr á mottunni og bíður meðan morgunverkum er sinnt.
Kemur þegar kallað er á hana og er farin að sýna sig í eldhúsinu þó það séu gestir.
Lét þakviðgerðir ekki hrella sig en hún var lítið ein í hávaðanum.
Endurtek boð í heimsókn til okkar 😉
Kveðja
Elísa og Bella