Bella fannst í bíl á B.S.Í. Hún á gott heimili í dag.

14 júl, 2008

 í

Sæl Sigríður.








 
 
 


 


Nýjustu fréttir af mér eru þær að ég er búin að fara í frí. Fór í bílferð  og gisti í fellihýsi eina nótt. Það var ævintýri fyrir mig borgarköttinn. Auðvita var ég í búri á leiðinni og fannst það frekar leiðinlegt en sætti mig við dvölina því ég trúði ekki öðru en húsbændurnir hleyptu mér fljótlega út, sem kom á daginn.


 


Ég fékk fínan rauðan taum og beisli (ef það kallast það fyrir kisur) og þegar við komum á áfangastað í Holta-og Ásahreppinn var ég stödd við fínan bústað og þar áttum við náttstað. Fékk að fara út og skoða mig um, ekki slæmt það en svo kom hann Ási heimakötturinn. Ég tók á móti honum með hvæsi og ygldi mig og hann hvarf og hittumst við ekki meira í þessari ferð. Einnig voru tveir aðrir kettir í pössun þarna og héldu þeir sig á svefnloftinu í bústaðnum meðan ég davldi á svæðinu;)


 


Ég sem er svo ljúf:)


 


Það var margt að skoða og lykta af og einnig var gaman að fylgjast með fuglinum sem sem settist á loftlúguna á fellihýsinu okkar og birtist skugginn af honum að snyrta  og athafna. Ótrúlega skemmtilegt fyrir svona innikött eins og mig.


 


Ég svaf nú ekki mikið þessa nótt, margt að skoða og lykta af og nýtt umhverfi. Matarlystin var engin.


Síðan fórum við heim með viðkomu á Litlu Kaffistofunni þar sem við áðum.


 


Það var gott að koma heim en mér brá dálítið því það var fullt hús af ungu fólki af öllum þjóðernum sem vildu tala við mig á ýmsum málum og klappa mér, var ég ekki alveg viss með þau.


 


Ég dreif mig undir rúm í dálítinn tíma til að venjast og svo hélt lífið áfram sinn ljúfa gang.


 


Ég er alveg búin að jafna mig eftir aðgerðina en þegar átti að taka mig úr sambandi kom í ljós að ég var með miklar legbólgur og sýkingu og þurfti uppskurð og fara á sýklalyf.


 


Þökk sé þeim á Dýralæknastofunni. Ég er að verða mjög loðin og hætt að líta út eins og ljón og þykir voða gott að láta greiða mér og kela við mig.


 


Knús Bella.


                                 Skýrsla Bellu.


Golden persalæða fannst í yfirgefnum bíl við B.S.Í.  Kom í Kattholt 7. apríl 2008 . Hún  er ómerkt. 


Til hamingju elsku Bella okkar. Starfsfólkið í Kattholti.