Bangsi og fjölskylda senda jólakveðju í Kattholt.

18 des, 2008

Sæl Sigríður.


 


Í febrúar 2008 fékk ég hann Bangsa hjá ykkur.  Hann hafði dvalið í góðu yfirlæti í Kattholti í eitt og hálft ár skyldist mér.  


 


Blíðara dýr er ekki hægt að hugsa sér en hann hefur greinilega lent í einhverju slæmu áður en hann kom til Kattholts því enn í dag hendist hann út ef einhver kemur í heimsókn. 


 


En á sinn sjarmerandi hátt skýst hann inn um gluggann um leið og gestirnir eru farnir og í gær kom hann inn eftir að hanga fyrir utan húsið í snjó og kulda í 3 tíma.  Greyinu var svo kalt að hann skaust beina leið undir sæng.  


 


Hinn kötturinn minn fór á eftir honum, lagðist niður og glápti hissa á hrúguna undir sænginni.


 


Vildi leyfa þér að sjá hann eins og hann er í dag og þakka kærlega fyrir að hafa haldið honum á lífi í allan þennan tíma.


 


Kveðja Linda.


 


Til hamingju elsku Bangsi. Starfsfólkið í Kattholti.