Bakkelsi óskast-Jólabasar 2018

8 nóv, 2018

Smákökur, tertur og annað bakkelsi

Það styttist í árlegan jólabasar Kattavinafélags Íslands sem haldinn verður í Kattholti laugardaginn 1. desember kl. 11-16.

Við leitum til kattavina sem eru tilbúnir að baka fyrir okkur og koma með í Kattholt á laugardeginum milli kl. 10-11.

Hvetjum alla sem hafa tök á að aðstoða okkur með þetta svo við getum haft basarinn sem glæsilegastan.

Allur ágóði rennur til óskilakisanna í Kattholti.

Okkur þætti vænt um að bakarar sendu okkur póst á kattholt@kattholt.is.

Með fyrirfram þökk,
basarnefnd