Bakkelsi og smáhlutir óskast

6 nóv, 2014

Kæru félagsmenn og aðrir velunnarar Kattholts. Árlegur jólabasar Kattavinafélags Íslands verður haldinn laugardaginn 29. nóvember n.k. í Kattholti. Enn á ný leitum við til ykkar um aðstoð. Við óskum eftir sjálfboðaliðum í bakstur, en bakkelsið hefur þótt ómissandi á basarnum og klárast alltaf fljótt! Kærkomið væri að fá ýmis konar smáhluti, til dæmis jólaskraut og aðra hluti sem tengjast jólum, að ógleymdum kisustyttum, skarti og leikföngum. Ætlum að halda fatasölu í lágmarki þar sem aðstaða er ekki nógu góð. Það væri vel þegið að þeir sem vilja hjálpa til við bakstur sendi okkur línu á kattholt@kattholt.is.
Með kærum kveðjum og fyrirfram þökkum, Basarnefnd.