
Það vildi því ekki betur til en svo að hann hreinlega hvarf sporlaust einn góðan veðurdag…þann 21.september eins og áður segir. Hvarf Badda var auglýst á heimasíðunni ykkar í Kattholti, í Velvakanda, á barnaland.is og í Sunnubúðinni en allt kom fyrir ekki.
Baddi lét ekki sjá sig og ekkert spurðist til hans. Það var ekki fyrr en rúmum mánuði síðar, í kringum 20.október að dró til tíðinda. Þannig er nefnilega mál með vexti að ég er með gömlu íbúðina í vesturbænum í sölu og sýni hana sjálfur reglulega. Það var einmitt í slíkri sýningu einn daginn að Baddi mætti mjálmandi að gömlu íbúðinni sinni og vildi komast inn!
Hann var búinn að þvælast í heilan mánuð alla leið úr Hlíðunum og finna gamla staðinn sinn í vesturbænum… og bara merkilega vel á sig kominn. Alveg ótrúlegt að karlinn skyldi rata alla þessa leið einn og óstuddur!!! Baddi er núna kominn í Hlíðarnar aftur og unir hag sínum betur nú. Hann er farinn að kíkja aðeins út en bara stutt í einu og passar að fara ekki of langt! Mig langaði bara að deila þessu litla ævintýri hans Badda með ykkur því ég veit þið hafið gaman af og þakka á sama tíma fyrir að auglýsa eftir honum fyrir mig.
kv.Smári
kv.Smári