Alltof vægur dómur.

17 des, 2009

Alltof vægur dómur


Alltof vægur dómur
      Stórhóll í  Álftafirði


Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli sem höfðað var gegn bóndanum á Stórhóli í Álftafirði fær blendin viðbrögð.


Dómur féll í vikunni og er bóndanum gert að greiða 80 þúsund króna sekt fyrir brot á lögum um dýravernd og búfjárhald.




Í ákærunni kemur fram að bóndinn hafi vanrækt gróflega aðbúnað, umhirðu og fóðun fjárins. Í júní þegar lögregla og dýralæknir skoðuðu aðstæður fundust nokkur hræ af lömbum í mikilli for á gólfum í fjárhúsum.


Úti fyrir var mikill óþefur í lofti vegna rotnandi hræja en 13 lambshræ fundust í námunda við fjárhúsin og tvö hræ af hundum auk hluta úr beinagrind af hrossi við íbúðarhúsið að Stórhóli.


Sigurður Sigurðarson dýralæknir telur 80 þúsund króna sekt fyrir þessa búskaparhætti alltof vægan dóm.


frettir@ruv.is